Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörvar segir Róbert Orra í Montreal vera „done díl"
Róbert er á leið til Kanada.
Róbert er á leið til Kanada.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðablik, virðist vera að ganga í raðir Montreal Impact í Kanada.

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason segir frá því á Twitter í dag að félagskiptin séu „done díll". Róbert Orri virðist því vera á leið til Kanada í MLS-deildina.

Róbert Orri er nítján ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann er uppalinn í Aftureldingu en gekk í raðir Breiðbliks fyrir síðasta tímabil.

Róbert var í byrjunarliði U21 árs landsliðsins í fyrsta leik U21 árs landsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins og lék tvo leiki í mótinu.

Hann hefur glímt við meiðsli í upphafi móts og einungis komið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

„Ég get í raun lítið sem ekkert sagt á þessum tímapunkti. Þetta er klárlega spennandi lið og 'professional' umhverfi," sagði Róbert Orri í samtali við Fótbolta.net í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner