Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 18. júní 2024 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Ótrúleg dramatík á Hlíðarenda - Gylfi skoraði úr tveimur vítaspyrnum
Gylfi Þór tryggði Valsmönnum stig
Gylfi Þór tryggði Valsmönnum stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 2 - 2 Víkingur R.
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('35 )
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('54 , víti)
1-2 Valdimar Þór Ingimundarson ('58 )
2-2 Gylfi Þór Sigurðsson ('94 , víti)
Lestu um leikinn


Víkingur var með forystuna í hálfleik þar sem Valdimar Þór skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Aroni Elís.

Það sauð upp úr þegar Nikolaj Hansen braut af sér inn á vítateig Víkinga og vítaspyrna dæmd. Víkingar voru alls ekki sáttir með dóminn og Oliver Ekroth og Nikolaj fengu gult spjald ásamt Kristni Frey Sigurðssyni leikmanni Vals.

Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi.

Víkingar svöruðu strax og aftur var Valdimar á ferðinni. Erlingur Agnarsson átti sendingu inn á teiginn og Valdimar mætti og kláraði færið.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma var Patrick Pedersen nálægt því að jafna metin en Ingvar Jónsson komst fyrir.

Valsmenn settu mikla pressu á Víkinga undir lokin og í uppbótatíma fékk Valur aðra vítaspyrnu þegar Ingvar Jónsson braut á Guðmundi Andra. Gylfi steig aftur á punktinn og setti boltann á sama stað og í fyrra vítinu og tryggði Valsmönnum stig.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner