Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. júlí 2021 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsta stig Óskars gegn KR og FH í hástökk
Höskuldur jafnaði beint úr aukaspyrnu.
Höskuldur jafnaði beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH kemur sér aðeins frá fallsvæðinu.
FH kemur sér aðeins frá fallsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, náði í kvöld í fyrsta sinn í stig gegn uppeldisfélagi sínu, KR, sem þjálfari Blika.

Breiðablik hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum gegn KR í stjóratíð Óskars en í kvöld var niðurstaðan jafntefli er liðin áttust við í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

KR-ingar fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Snemma í seinni hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason og kom heimamönnum í KR yfir.

Um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Breiðablik. „Þetta þarf ekki að vera flókið! Negla hann eins fast og maður getur í markmannshornið. Beitir sá þennan sennilega ekki. KR voru að bjóða þessari hættu heim," skrifaði skólastjórinn Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu þegar Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði með marki beint úr aukaspyrnu.

Það var hart barist síðustu mínúturnar en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1 - jafntefli. Heilt yfir líklega nokkuð sanngjörn úrslit í Vesturbænum.

Breiðablik er í öðru sæti, fjórum stigum frá toppliði Vals og með leik til góða. KR er í fimmta sæti, fimm stigum frá toppliðinu.

Lennon drjúgur fyrir FH
Steven Lennon var stórkostlegur fyrir FH í Evrópueinvíginu gegn Sligo Rovers frá Írlandi. Hann skoraði öll þrjú mörk FH í því einvígi og hann virðist vera búinn að reima á sig markaskóna.

Hann hefur verið drjúgur fyrir liðið upp á síðkastið og skoraði sigurmarkið gegn Fylki í kvöld á heimavelli. „Maaaaarrrkkkkkk!!! Matti Villa geysist upp völlinn, sendir á Baldur Loga sem reynir misheppnað skot, boltinn berst til Jónatans Inga inn í teig Fylkis sem nær að koma boltanum á Lennon, sem í þetta skiptið bregst ekki bogalistin og setur hann í þaknetið," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í beinni textalýsingu.

Markverðir beggja liða áttu mjög flottan leik í Kaplakrika og þeir komu í veg fyrir fleiri mörk.

FH kemur sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sigri. Liðið er núna í sjötta sæti - hoppar úr því tíunda í það sjötta. Fylkir er í sjöunda sæti með stigi minna en FH - 14 stig. FH á leik til góða á Fylki.

KR 1 - 1 Breiðablik
1-0 Kjartan Henry Finnbogason ('48 )
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('67 )
Lestu um leikinn

FH 1 - 0 Fylkir
1-0 Steven Lennon ('78 )
Lestu um leikinn

Önnur úrslit í dag:
Pepsi Max-deildin: KA aftur á sigurbraut í fyrsta leik á Greifavelli
Athugasemdir
banner
banner