Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 18. júlí 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: KA aftur á sigurbraut í fyrsta leik á Greifavelli
Daníel gerði virkilega flott mark.
Daníel gerði virkilega flott mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 0 HK
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('29 )
2-0 Daníel Hafsteinsson ('50 )
Lestu um leikinn

KA komst aftur á sigurbraut í Pepsi Max-deildinni er þeir spiluðu sinn fyrsta leik á Greifavellinum í sumar.

KA hafði spilað heimaleiki sína á Dalvík fyrir leikinn í dag, þar sem það hefur tekið langan tíma að koma Greifavellinum í nægilega gott stand til að spila þar fótboltaleiki.

Eftir frábæra byrjun hefur KA hikstað að undanförnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði eftir tap gegn Fylki í síðustu viku að KA hefði stimplað sig úr toppbaráttunni en liðið komst aftur á sigurbraut í dag, gegn KA á heimavelli.

„ KA MENN ERU KOMNIR YFIR! Dusan Brkovic tekur aukaspyrnu aftur fyrir vörn HK og þar mætir Ásgeir og gjörsamlega lúðrar boltanum upp í fjærskeytin! 1-0!" skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu þegar Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæplega hálftíma leik.

Það var jafnræði með liðunum í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik, en staðan að honum var 1-0 fyrir KA - í hitanum á Akureyri. Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Daníel Hafsteinsson stórkostlegt mark og kom heimamönnum í 2-0.

Þetta var fyrsta mark hans í sumar en hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil og sneri aftur heim á Akureyri.

KA landaði sigrinum frekar þægilega og lokatölur 2-0 fyrir KA sem er núna í fimmta sæti með 20 stig. HK er áfram í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner