KA flýgur út til Wales á morgun þar sem liðið mætir Connah's Quay Nomads í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. KA vann fyrri leikinn 2-0 á Framvellinum.
Ásgeir Sigurgeirsson er bjartsýnn fyrir leikinn.
„Hún er mjög góð, þetta er eitthvað sem við erum búnir að bíða lengi eftir og við gerum gott úr þessu. Sigur í síðustu viku og við fljúgum beint frá Akureyri þannig það er búið að gera allt fyrir okkur þannig það er búið að gera allt fyrir okkur sem hægt er að gera til að gera þetta eins gott fyrir okkur og hægt er," sagði Ásgeir.
„Við lærðum mjög mikið af honum, við vorum aðeins stressaðir í byrjun, eðlilega, margir að kynnast einhverju nýju sem er Evrópuleikur en svo fannst mér við taka hægt og rólega yfir hann," sagði Ásgeir.
Býst við mikilli hörku frá Connah's Quay Nomads í Wales.
„Við erum reynslunni ríkari en aftur á móti held ég að það verði erfiðari leikur. Þeir eru á heimavelli og reyna meira. Þeir verða að spila sinn leik, harðir og kröftugir, þeir þurfa nátturulega að sækja til sigurs þannig þeir þurfa að dæla honum vel inn í teig í þetta skiptið."






















