Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Hassan Jalloh til Dalvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Hassan Jalloh mun klára tímabilið með Dalvík/Reyni
Hassan Jalloh mun klára tímabilið með Dalvík/Reyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir í Lengjudeild karla hefur fengið sóknarmanninn Hassan Jalloh á láni frá Grindavík út tímabilið.

Jalloh er 25 ára gamall og getur leyst flestar stöður framarlega á vellinum.

Hann kom fyrst til landsins árið 2022 og lék þá með HK í Lengjudeildinni.

Framherjinn skoraði átta mörk á fyrsta tímabili sínu með HK er liðið komst upp í Bestu deildina en tókst ekki að skora í 24 leikjum sínum með liðinu á síðasta ári.

Hassan skipti yfir í Grindavík fyrir þetta tímabil og hafði gert eitt mark í níu deildarleikjum áður en hann var lánaður í Dalvík/Reyni í dag.

Dalvík/Reynir er á botninum í Lengjudeildinni með 8 stig eftir tólf leiki. Hassan ætti að vera löglegur þegar liðið heimsækir ÍBV á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner