Helgi Hafsteinn Jóhannsson er genginn í raðir danska félagins Álaborgar frá uppeldisfélaginu Grindavík. Frá þessu greinir hann sjálfur á Instagram reikningi sínum en félagaskiptin hafa legið í loftinu eins og lesendur Fótbolta.net vita.
Helgi er fæddur árið 2008 og er mjög efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður.
Hann hittir fyrir annan ungan Íslending hjá Álaborg því Nóel Atli Arnórsson (2006) er leikmaður liðsins. Feður þeirra, Jóhann Helgason og Arnór Atlason, eru báðir með mjög sterka KA tengingu. Álaborg tryggði sér í vetur sæti í dönsku úrvalsdeildinni og spilaði Nóel sína fyrstu meistaraflokksleiki á liðnu tímabili.
Helgi skrifar undir þriggja ára samning við Álaborg. Hann kom við sögu í þremur leikjum í Lengjudeildinni í sumar og skoraði eitt mark.
Helgi mun eflaust vinna eitthvað með Ólafi Erni Bjarnasyni sem ráðinn var yfirþjálfari í Akademíu Álaborgar á dögunum.
Athugasemdir