Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. ágúst 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið Víkings og KR - Bakvarðabreytingar
Danijel Djuric átti góðan leik gegn Breiðabliki
Danijel Djuric átti góðan leik gegn Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer snýr líklega aftur í byrjunarlið KR
Aron Kristófer snýr líklega aftur í byrjunarlið KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær Birnir kallið?
Fær Birnir kallið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjóns verður líklega á sínum stað á hægri kantinum
Atli Sigurjóns verður líklega á sínum stað á hægri kantinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mæta bikarmeistararnir í Víkingi liði KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og fer fram á Víkingsvelli - heimavelli Víkings.

Það verða einhverjar breytingar á byrjunarliðum liðanna frá síðastu leikjum þeirra í Bestu deildinni. KR er að endurheimta tvo leikmenn úr leikbanni og þá missti Víkingur allavega einn leikmann í meiðsli í síðasta leik.

Fótbolti.net spáir því að þrjár breytingar verði á liði Víkings. Davíð Örn Atlason glímir við meiðsli og verður frá næstu vikurnar. Logi Tómasson verður einnig líklega fjarri góðu gamni þar sem hann fór af velli vegna höfuðhöggs. Þá er líklegt að Birnir Snær Ingason komi inn í liðið þar sem kantmennirnir hafa spilað mikið að undanförnu.

Sjá einnig:
Meiðslalistinn lengdist á mánudag - „Núna reynir á leikmannahópinn"


Hjá KR eru þeir Aron Kristófer Lárusson og Theodór Elmar Bjarnason að snúa til baka eftir leikbann. Líklegt þykir að þeir komi inn í byrjunarliðið í kvöld fyrir þá Þorstein Má Ragnarsson og Stefán Árna Geirsson. Í síðasta leik var KR einungis með fjóra meistaraflokksleikmenn til taks á bekknum.

„Við vorum bara með Kjartan Henry, Kristján Flóka og Stefan Ljubicic á bekknum í dag, plús þrjá stráka sem hafa nánast ekkert æft með okkur, verið í 2. flokk og 3. flokk. Við erum dálítið fáliðaðir, það er erfitt að gera breytingar og hreyfa liðið. En við fáum tvo nýja leikmenn úr leikbanni eftir þennan leik. Þeir verða væntanlega klárir í næsta leik í bikar. Svo eru menn að skríða saman úr meiðslum, Finnur Tómas og Kristinn Jónsson eru að skríða saman. Flóki er að fá mínútur, Stefán Árni nær að spila slatta í dag. Við erum allir að braggast en við þurfum að ná góðri endurheimt fyrir leikinn á fimmtudag því hann verður erfiður," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn Keflavík á mánudag.

Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi KR gegn Keflavík og spáir Fótbolti.net því að Aron Þórður Albertsson muni áfram leysa stöðu djúps miðjumanns.

Athugasemdir
banner
banner