Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 18. ágúst 2022 12:57
Fótbolti.net
Mest pirrandi að það sé Anthony Taylor sem á þarna í hlut
Anthony Taylor úti að hlaupa með hundinn sinn.
Anthony Taylor úti að hlaupa með hundinn sinn.
Mynd: Getty Images
Taylor að störfum í leiknum síðasta sunnudag.
Taylor að störfum í leiknum síðasta sunnudag.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea.
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
„Þeir voru ógeðslega góðir í leiknum," sagði Stefán Marteinn Ólafsson, stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn fyrr í þessari viku þegar rætt var um stórleik Chelsea og Tottenham sem fór fram um síðustu helgi.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en Chelsea var mikið sterkari aðilinn í leiknum.

Tottenham jafnaði í blálokin eftir hornspyrnu sem hefði með réttu ekki átt að standa. Chelsea átti með réttu að fá aukaspyrnu og átti Cristian Romero að fá rautt spjald.

Stefán var enn frekar pirraður þegar rætt var um leikinn á þriðjudaginn. Anthony Taylor dæmdi leikinn en hann er ekki vinsæll hjá Chelsea stuðningsfólki.

„Við erum ekki enn búin að ná okkur niður eftir það. Þetta er alltaf rautt spjald. Ég skil ekki hvernig Anthony Taylor getur horft fram á þessu og ég skil ekki hvernig VAR getur skoðað þetta og ákveðið að halda leik áfram," sagði Stefán.

„Mike Dean er í VAR-herberginu. Hann er óútreiknanlegur," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Það sem pirrar okkur Chelsea menn hvað mest er að það er Anthony Taylor sem á þarna í hlut. Þetta er ekki í fyrsta skipti, ekki í annað skipti... það eru fjölmörg atvik í gegnum tíðina sem eru vægast sagt vafasöm."

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, ýjaði að því eftir leik að leikmannahópurinn væri ekkert sérlega hrifinn af því að Taylor væri að dæma leiki hjá liðinu. Það sé eitthvað skrítið í gangi þarna.

„Það var leikur á móti Tottenham þar sem Gazzaniga kemur með karatespark í bringuna á Marcos Alonso og hann dæmir aukaspyrnu á Alonso. Þá bjargar VAR reyndar okkur. Síðan var það fyrsta tímabilið hjá Lampard þar sem Michy Batshuayi og Harry Maguire lenda eitthvað saman, hann er dómari þar. Líka þegar Azpilicueta er tekinn niður í glímu innan teigs við Maguire. Hann er þar," sagði Stefán og talaði um fleiri dæmi.

Tuchel talaði jafnframt um að hann væri ósáttur við það að Taylor fengi að dæma næsta leik en hann fengi ekki að þjálfa í næsta leik, en Tuchel fékk rauða spjaldið undir lokin gegn Spurs.

„Þetta er skrítið dæmi og við sjáum hvort enska fótboltasambandið skoði þetta eitthvað frekar," sagði Gummi og talaði Stefán að stuðningsfólk Chelsea bæði alltaf fyrir sér þegar Taylor dæmir leiki hjá liðinu.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Sumir gengu of langt
Athugasemdir
banner
banner
banner