Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. ágúst 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum dómari: Romero átti að fá rautt spjald
Cristian Romero.
Cristian Romero.
Mynd: EPA
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að annað mark Tottenham gegn Chelsea hafi ekki átt að standa.

Tottenham átti hornspyrnu á síðustu sekúndum leiksins og var Romero eitthvað pirraður á Marc Cucurella sem dekkaði hann í vítateignum.

Boltinn barst fyrir markið og átti leikmaður Tottenham skalla sem Edouard Mendy varði í aðra hornspyrnu en á meðan það gerðist þá áttust Romero og Cucurella við innan teigs.

Romero tók upp á því að rífa Cucurella niður á hárinu. Dómari leiksins, Anthony Taylor, horfði á atvikið en aðhafðist ekkert og ákvað VAR teymið ekki að meta þetta sem rautt spjald.

Tottenham tók í kjölfarið aðra hornspyrnu og skoraði jöfnunarmarkið.

Gallagher segir í samtali við Sky að þarna hafi dómarateymið gert mistök; Chelsea hafi átt að fá aukaspyrnu og Romero hafi átt að líta rauða spjaldið.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var vægast sagt ósáttur eftir leikinn. Hann vildi meina að bæði mörk Tottenham hafi verið ólögleg. Gallagher segir að það hafi mögulega verið rangstaða í fyrra markinu og það hafi klárlega verið brot í aðdragandanum. VAR hafi hins vegar ekki getað farið það langt til baka, það hafi verið of langt á milli brotsins og marksins.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og eru bæði þessi lið með fjögur stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner