Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. ágúst 2022 09:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fréttirnar sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir"
Mynd: EPA
Í gær var fjallað um að Sir Jim Ratcliffe hefði áhuga á því að fjárfesta í Manchester United. Talsmaður hans sagði að Ratcliffe hefði „klárlega áhuga" ef félagið er til sölu. United er í dag í eigu Glazer-fjölskyldunnar og er sagt að hún sé tilbúin að selja hlut í félaginu.

Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands og er hann frá Manchester. Hann er stærsti landeigandi á Íslandi og á hann meirihluta í minnst þrjátíu jörðum hér á landi. Fyrr á þessu ári gerði hann tilboð í Chelsea.

Jonathan Northcroft, blaðamaður á The Sunday Times tjáði sig um áhuga Ratcliffe á félaginu við Sky Sports.

„Þetta er risafrétt, bestu fréttir sem stuðningsmenn Manchester United hafa fengið í talsverðan tíma. Þetta hefur verið tilfinningarússíbani fyrir þá í sumar," segir Northcroft.

„Fréttir af áhuga Sir Jim Ratcliffe eru fréttir sem stuðningsmenn hafa beðið eftir, hann er mikill fótbolta og íþróttaáhugamaður. Hann er mjög ríkur, er frá Manchester og er stuðningsmaður félagsins."

„Það er samt langur vegur fyrir hödnum, því það að fá Glazers-fjölskylduna til að selja verður ekki auðvelt og mögulega vill hún ekki selja. En áhuginn er alvöru og mun ekki fela í sér breytingar á félagsskiptamarkaðnum heldur líka hvernig staðið er að rekstri félagsins."

„Glazer-fjölskyldan hefur alltaf verið opin fyrir því að selja, en þá fyrir hæsta mögulega verð. Man United er metið á 2 milljarða punda á markaðnum en fjölskyldan vill fá sex milljarða. Ef rétt tilboð kemur ekki gæti fjölskyldan bara setið og beðið eftir því að það tilboð komi,"
sagði Northcroft.

Fyrr í vikunni grínaðist Elon Musk með að hann væri að kaupa Manchester United. Musk er ríkasti maður heims.

Sjá einnig:
Ekki skrítið að Glazer-fjölskyldan sé svona óvinsæl
Athugasemdir
banner
banner
banner