Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir KR-inga hafa átt mjög góðan dag eftir leik liðanna í Frostaskjóli í dag.
KR vann leikinn 3-2 og galopnaði þannig Evrópudeildarbaráttuna. Nú þurfa Fjölnismenn líklega að vinna bæði Stjörnuna og Breiðablik í síðustu tveimur umferðum Íslandsmótsins til að tryggja Evrópudeildarsæti.
KR vann leikinn 3-2 og galopnaði þannig Evrópudeildarbaráttuna. Nú þurfa Fjölnismenn líklega að vinna bæði Stjörnuna og Breiðablik í síðustu tveimur umferðum Íslandsmótsins til að tryggja Evrópudeildarsæti.
„KR-ingarnir voru aggressívir og áttu góðan dag, sem þýðir að við vorum kannski ekki alveg uppá okkar besta og þeir vinna okkur 3-2, sem sýnir það að styrkleiki okkar er mikill," sagði Gústi að leikslokum.
„Það eru tveir leikir eftir og við förum í þá til að vinna. Það skiptir engu máli að KR-ingarnir séu komnir hingað upp, ef við klárum okkar þá skiptir engu hvað þeir gera."
Tobias Salquist fékk rautt spjald á lokamínútum leiksins fyrir glórulausa tæklingu og er Ágúst ósáttur með að það hafi ekki fleiri leikmenn fokið af velli.
„Hann átti skilið að fá rautt en maðurinn sem kemur á eftir og ýtir honum í burtu og hrindir honum, ef það er ekki rautt þá veit ég ekki hvað. Þeir gáfu einhverjum manni á bekknum rautt, það skipti mig engu máli, það var leikmaðurinn inná vellinum sem átti að fá rautt."
Athugasemdir