Hægri bakvörðurinn Matty Cash var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann dreymdi markið í nótt.
Cash var að skora fyrsta mark sitt fyrir Villa frá því hann kom fyrir síðustu leiktíð.
Hann skoraði fyrsta mark Villa í dag. Cash kom á ferðinni upp hægri vænginn, fékk boltann frá Douglas Luiz og skilaði honum svo efst í nærhornið.
Villa skoraði tvö mörk til viðbótar og vann góðan 3-0 sigur en Cash segir að hann hafi dreymt markið.
„Þetta er ótrúleg tilfinning að ná í fyrsta markið mitt með Villa á þessum velli en það var mikilvægast að ná í stigin þrjú," sagði Cash.
„Mig dreymdi í nótt að ég myndi skora. Ég þarf að dreyma meira. Draumurinn var þannig að ég skoraði fyrir framan Holte End (stúka á Villa Park). Þetta var ótrúlegt augnablik," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir