Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   sun 18. september 2022 17:38
Kári Snorrason
Björn Sigurbjörns: Ætlum okkur að setja smá fjör í þennan toppslag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss fór í heimsókn á Meistaravelli fyrr í dag, leikar enduðu 3-5 fyrir gestunum. Þær Íris Una og Miranda Nild skoruðu báðar tvö mörk en fimmta mark Selfyssinga skoraði Katla María Þórðardóttir. Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfyssinga mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  5 Selfoss

„Mér fannst við vera alveg ferlega passívar í fyrri hálfleik, mér fannst við ekki fylgja leikplani nógu vel, mér fannst liðið koma betur út í seinni hálfleik þó svo að við gáfum þetta mark snemma í seinni hálfleik. Ákefðin sem kom eftir það mark var náttúrulega bara sem skildi á milli."

„Við vorum með markmið fyrir tímabilið að gera betur en síðasta tímabil og um leið og við erum að breyta miklu í nálguninni hvernig við spilum fótbolta. Við erum búin að jafna stigafjöldann frá síðasta ári og skorum fimm mörk í þessum leik, þannig við erum að nálgast markaskorunina líka."

„Við eigum ótrúlega erfiða leiki eftir, Breiðablik heima og Val úti. En við ætlum okkur að setja smá fjör í þennan toppslag og þetta evrópusæti. Við eigum ekkert möguleika á að fikra okkur mikið hærra töfluna. Markmiðið okkar er að halda fjöri í þessari deild eins og við getum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner