Selfoss fór í heimsókn á Meistaravelli fyrr í dag, leikar enduðu 3-5 fyrir gestunum. Þær Íris Una og Miranda Nild skoruðu báðar tvö mörk en fimmta mark Selfyssinga skoraði Katla María Þórðardóttir. Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfyssinga mætti sáttur í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 3 - 5 Selfoss
„Mér fannst við vera alveg ferlega passívar í fyrri hálfleik, mér fannst við ekki fylgja leikplani nógu vel, mér fannst liðið koma betur út í seinni hálfleik þó svo að við gáfum þetta mark snemma í seinni hálfleik. Ákefðin sem kom eftir það mark var náttúrulega bara sem skildi á milli."
„Við vorum með markmið fyrir tímabilið að gera betur en síðasta tímabil og um leið og við erum að breyta miklu í nálguninni hvernig við spilum fótbolta. Við erum búin að jafna stigafjöldann frá síðasta ári og skorum fimm mörk í þessum leik, þannig við erum að nálgast markaskorunina líka."
„Við eigum ótrúlega erfiða leiki eftir, Breiðablik heima og Val úti. En við ætlum okkur að setja smá fjör í þennan toppslag og þetta evrópusæti. Við eigum ekkert möguleika á að fikra okkur mikið hærra töfluna. Markmiðið okkar er að halda fjöri í þessari deild eins og við getum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir