Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   sun 18. september 2022 17:38
Kári Snorrason
Björn Sigurbjörns: Ætlum okkur að setja smá fjör í þennan toppslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss fór í heimsókn á Meistaravelli fyrr í dag, leikar enduðu 3-5 fyrir gestunum. Þær Íris Una og Miranda Nild skoruðu báðar tvö mörk en fimmta mark Selfyssinga skoraði Katla María Þórðardóttir. Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfyssinga mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  5 Selfoss

„Mér fannst við vera alveg ferlega passívar í fyrri hálfleik, mér fannst við ekki fylgja leikplani nógu vel, mér fannst liðið koma betur út í seinni hálfleik þó svo að við gáfum þetta mark snemma í seinni hálfleik. Ákefðin sem kom eftir það mark var náttúrulega bara sem skildi á milli."

„Við vorum með markmið fyrir tímabilið að gera betur en síðasta tímabil og um leið og við erum að breyta miklu í nálguninni hvernig við spilum fótbolta. Við erum búin að jafna stigafjöldann frá síðasta ári og skorum fimm mörk í þessum leik, þannig við erum að nálgast markaskorunina líka."

„Við eigum ótrúlega erfiða leiki eftir, Breiðablik heima og Val úti. En við ætlum okkur að setja smá fjör í þennan toppslag og þetta evrópusæti. Við eigum ekkert möguleika á að fikra okkur mikið hærra töfluna. Markmiðið okkar er að halda fjöri í þessari deild eins og við getum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner