Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. september 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dest vonar að Milan kaupi sig frá Barca
Hinn ungi Dest á 17 A-landsleiki að baki fyrir Bandaríkin auk þess að hafa komið við sögu í hátt í hundrað leikjum með Barca.
Hinn ungi Dest á 17 A-landsleiki að baki fyrir Bandaríkin auk þess að hafa komið við sögu í hátt í hundrað leikjum með Barca.
Mynd: EPA

AC Milan fékk bandaríska bakvörðinn Sergino Dest lánaðan frá Barcelona út tímabilið með kaupmöguleika og vonast hann til að Ítalíumeistararnir festi kaup á honum.


Dest er aðeins 21 árs gamall og spilaði 72 leiki á tveimur árum hjá Barcelona án þess þó að hrífa þjálfarateymið. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum hjá Milan, í bæði skiptin kom hann inn af bekknum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Dest er í baráttu við Davide Calabria um byrjunarliðssæti hjá Milan og var fenginn til að fylla í skarðið fyrir Alessandro Florenzi sem meiddist í ágúst.

„Það er kaupmöguleiki í lánssamningnum. Ég mun gera mitt besta hérna því ég vona að Milan muni festa kaup á mér. Ég er mjög ánægður hérna og mun gera allt í mínu valdi til að vera hér áfram," sagði Dest í viðtali í gær.

Milan er með fjórtán stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins. Þá er liðið með fjögur stig eftir tvær umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner