Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 18. september 2022 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola svekktur: Þurfum á Phillips að halda
Mynd: Getty Images

Kelvin Phillips leikmaður Manchester City neyddist til að draga sig úr enska landsliðinu vegna meiðsla. Pep Guardiola stjóri City er þreyttur á meiðslunum hjá Phillips.


„Við þurfum á honum að halda því Rodri getur ekki spilað alla leiki. Kalvin kom til að berjast um þessa stöðu, stundum þarftu tvo afturliggjandi miðjumenn til að vera varnarsinnaðari. Hann verður lengur frá því hann þarf á aðgerð að halda," sagði Guardiola.

Það voru vangaveltur um það hvort Phillips yrði klár fyrir HM en Guardiola segist vera bjartsýnn á því að leikmaðurinn verði klár fyrir HM.

Það er þétt dagskrá í ensku úrvalsdeildinni vegna HM sem hefst í lok nóvember og Guardiola segist þurfa alla klára í slaginn.

„Í þessari brjáluðu dagskrá þá þurfum við alla. Mennirnir á bekknum kvarta venjulega að fá ekki að spila en þeir geta komið vel inn í leiki, þeir geta hjálpað."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner