Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 18. september 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í molum eftir að Messi mætti ekki til leiks
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Inter Miami voru í sárum um helgina eftir að liðið tapaði 5-2 gegn Atlanta United.

Það var ekki tapið sem var aðallega að fara illa í fólk, heldur var það sú staðreynd að Lionel Messi var ekki með.

Messi, sem hefur komið af krafti inn í MLS-deildina, meiddist í landsleik með Argentínu og gat ekki tekið þátt í leiknum.

The Athletic ræddi við nokkra stuðningsmenn sem mættu á völlinn til að sjá Messi en fengu ekki. Fjölmargir mættu á völlinn og voru miðarnir ekki ódýrir.

„Við keyrðum frá Memphis og það tekur fimm klukkustundir. Messi er ekki hérna en að minnsta kosti fáum við að sjá (Thiago) Almada," sagði Jorge Musicante, aðdáandi Messi.

Melkin Hernandez ferðaðist langa leið frá Columbus með sex ára gömlum syni sínum. „Ég er ekki búinn að segja syni mínum að Messi er ekki hérna. Ég veit ekki hvernig ég á að segja honum það en hann mun átta sig á því í leiknum."

Messi er búinn að skora ellefu mörk í ellefu leikjum með Inter Miami til þessa, en áhuginn á honum í Bandaríkjunum er gríðarlegur.
Athugasemdir
banner
banner