Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 10:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rabiot til Marseille (Staðfest)
Rabiot á EM í sumar.
Rabiot á EM í sumar.
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er genginn í raðir Marseille og skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2026.

Hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Juventus rann út í sumar.

Hann var orðaður við Man Utd og Liverpool í sumar en endaði á að skrifa undir í Frakklandi. Marseille er með tíu stig eftir fjóra leiki í frönsku deildinni.

Mason Greenwood er stærsta stjarna Marseille en nú bætist franski landsliðsmaðurinn Rabiot við hópinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner