Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani æfði með Man Utd í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani er búinn í tveggja vikna sóttkví eftir að hafa flutt frá París til Manchester fyrr í mánuðinum.

Hinn 33 ára gamli Cavani er búinn að skrifa undir samning við Manchester United en missti af sigrinum gegn Newcastle um helgina þar sem hann var enn í sóttkví eftir flutningana.

Í dag var fyrsti dagurinn sem Cavani mátti fara út meðal fólks og æfði hann með Rauðu djöflunum í fyrsta sinn.

Cavani virtist í fínu formi og gæti komið við sögu strax á þriðjudaginn þegar Man Utd heimsækir hans fyrrum vinnuveitendur í PSG til Parísar.

Cavani er mikill markaskorari og gerði 200 mörk í 301 leik hjá PSG. Hann mun veita mönnum á borð við Marcus Rashford og Anthony Martial samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.

Sóknarmaðurinn skrifaði undir eins árs samning við Man Utd með möguleika á eins árs framlengingu verði ákveðnum skilyrðum mætt.
Athugasemdir
banner
banner
banner