
Halldór Smári Sigurðsson, herra Víkingur, var til viðtals eftir bikarúrslitaleikinn á laugardag. Víkingur varð bikarmeistari og bætti þeim titli við Íslandsmeistaratitilinn sem vannst í síðasta mánuði.
Halldór segir í viðtalinu að það sé ekki langt síðan hann endaði í 10. sætinu í 1. deild með Víkingum. Halldór er 33 ára varnarmaður sem hefur allan sinn feril verið hjá Víkingi eða venslafélaginu, Berserkjum.
Halldór segir í viðtalinu að það sé ekki langt síðan hann endaði í 10. sætinu í 1. deild með Víkingum. Halldór er 33 ára varnarmaður sem hefur allan sinn feril verið hjá Víkingi eða venslafélaginu, Berserkjum.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 3 Víkingur R.
Umtalað er að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen hafa leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir léku með Halldóri í vörninni í úrslitaleiknum.
Hvernig tæklið þið það á næsta tímabili að vera hvorki með Kára né Sölva?
„Við erum komnir með einhvern 'solid' Kana (Kyle McLagan) og mér líst mjög vel á hann. Það verður auðvitað erfitt að sjá á eftir þeim. Við sitjum saman í klefanum og svona. Það er mjög gaman að vera í kringum þá. Lífið heldur áfram," sagði Halldór Smári.
Hvernig var að taka þátt í þessu tímabili með þeim?
„Bara geggjað, maður sá það mjög fljótt hvernig þeir vildu og ætluðu að enda þetta. Það er þvílíkur heiður að fá að taka þátt í þessu."
Hvernig er að kveðja þessa gæja? „Ég hef sagt að ég er búinn að spila mikið en þegar ég spila þá er ég með annað hvort Kára Árnason eða Sölva Geir Ottesen með mér. Það gerir mér mjög auðvelt fyrir."
„Það má ekki gleyma því að þegar þeir voru að byrja í meistara þá var ég upp í stúku með skálaklippingu og fannst þeir svo nettir. Að spila með þeim núna er bara geggjað," sagði Halldór Smári að lokum.
Athugasemdir