Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. nóvember 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Tryggvi lagði upp sigurmark Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lilleström 1 - 0 Jerv
1-0 Tobias Svendsen ('8)

Íslendingalið Lilleström vann í dag Jerv í norsku B-deildinni. Eina mark leiksins kom á 8. mínútu leiksins.

Sigurinn er mikilvægur fyrir Lilleström sem er með fimm stiga forskot á Sogndal í baráttunni um 2. sætið í deildinni. Efstu tvö liðin í deildinni fara upp í efstu deild.

Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Lilleström í fimmta leiknum í röð og lagði hann upp sigurmarkið á 8. mínútu fyrir Tobias Svendsen. Tryggvi spilaði fyrstu 87 mínútur leiksins. Arnór Smárason og Björn Bergmann Sigurðarson voru ekki í leikmannahópi Lilleström í kvöld.

Þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Tromsö er með fjögurra stiga forskot á Lilleström á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner