Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 18. nóvember 2020 15:02
Elvar Geir Magnússon
Salah greindist aftur jákvæður - Enn með veiruna
Mohamed Salah, framherji Liverpool, fór í nýja skimun og greindist jákvæður aftur. Egypska knattspyrnusambandið hefur gefið þetta út.

Þessi 28 ára leikmaður missir af leik Liverpool gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Samkvæmt reglum í Bretlandi þurfa einstaklingar að fara í tíu daga sóttkví eftir að þeir fá jákvæða niðurstöðu.

Salah greindist fyrst með veiruna á föstudag og hefur misst af tveimur landsleikjum Egyptalands gegn Tógó í undankeppni Afríkukeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner