Íslenska landsliðið spilar á morgun gegn Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins.
Ísland fór með sigur af hólmi gegn Litháen í undanúrslitunum fyrr í þessari viku. Það var ekki besti leikur íslenska liðsins en sigur vannst í vítaspyrnukeppni.
Á morgun er svo úrslitaleikurinn þar sem Ísland getur unnið Eystrasaltsbikarinn í fyrsta sinn.
Eystrasaltsbikarinn, eða Baltic Cup, var fyrst haldið árið 1928 en Ísland er í fyrsta sinn að taka þátt í ár. Lettland, mótherjar Íslands, hafa oftast unnið keppnina eða 13 sinnum.
„Við viljum lyfta Baltic Cup, það er klárt mál," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við KSÍ TV á dögunum en hér fyrir neðan má sjá hvernig bikarinn á þessu móti lítur út. Íslenska liðið gæti lyft þessum bikar á morgun.
Baltic Cup final on Saturday.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 18, 2022
Daugava Stadium, Riga.
🇱🇻⚽️🇮🇸
The trophy.👇 pic.twitter.com/UHhZ6mjg5Y
Athugasemdir