Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 12:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Luis Díaz: Draumur hans að spila fyrir Barcelona
Mynd: Getty Images

Luis Manuel Díaz, faðir Luis Díaz leikmanns Liverpool segir að það sé draumur sonar síns að spila fyrir Barcelona.


Foreldrum leikmannsins var rænt í lok síðasta mánaðar en Luis Manuel var lengur í haldi mannræningjana en var loks sleppt þrettán dögum síðar.

Hann sá son sinn skora tvö mörk í 2-1 sigri Kólumbíu á Brasilíu í undankeppni HM 2026 en hann var í viðtali eftir leikinn þar sem hann talaði um áhuga Luis Díaz á Barcelona.

„Í sannleika sagt veit ég lítið um Barcelona þessa dagana. Það er satt að Luis er mikill stuðningsmaður Barcelona og það er draumur hans að fara þangað. Ég vil þakka Porto og Liverpool fyrir móttökurnar sem hann hefur fengið," sagði Luis Díaz eldri.

„Hann er leikmaður sem sem auðvelt er að halda með því hann er auðmjúkur, vinnur hart að sér og er agaður guði sé lof. Það yrði ekkert vandamál ef hann færi til Barcelona því það er topplið og eitt það besta í heimi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner