Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Erum ekki komnir á réttan stað
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var ekki ánægður eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Möltu í gærkvöldi.

Southgate tefldi fram tilraunakenndu byrjunarliði og var ekki ánægður með útkomuna þrátt fyrir sigur, en England var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leik.

„Við vorum ekki nógu góðir, við byrjuðum illa og náðum okkur aldrei á strik. Við sýndum ekki nægilega mikil gæði en ég veit hvað helsta vandamálið er, það er alltof mikið leikjaálag á strákunum," sagði Southgate eftir sigurinn.

„Þetta er svona leikur sem við vissum að við ættum að vinna og ég veit hvernig tilfinningin er að fara inn í þannig leiki sem leikmaður. Það er alltof mikið leikjaálag á strákunum og það er skiljanlegt að menn slaki aðeins á þegar lítið er undir.

„Við erum ekki komnir á þann stað sem við viljum vera á, en vonandi sýnum við betri frammistöðu í næsta leik."


Landsliðsfyrirliðinn Harry Kane, sem var í byrjunarliðinu og skoraði seinna markið í sigrinum, tók undir orð þjálfarans.

„Þetta var ekki okkar besti leikur en þarna vorum við að spila gegn liði sem er talsvert betra heldur en fólk heldur. Við vorum betra liðið en þeir gerðu okkur erfitt fyrir og að lokum unnum við 2-0 sigur. Við erum að spila mikið af leikjum og erum að glíma við meiðslavandræði í hópnum. Andleg þreyta spilar líka þátt en við erum á toppi riðilsins og vonumst til að ljúka undankeppninni á sigri," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner