Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
   sun 19. janúar 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Kiddi Jak: Fáránleg pressa á þeim
Kristinn með gula spjaldið á lofti síðasta sumar.
Kristinn með gula spjaldið á lofti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jakobsson, okkar fremsti dómari, er staddur á Englandi þar sem hann fylgist með störfum tveggja dómara í ensku úrvalsdeildinni. Í gær fylgdist hann með Lee Probert sem dæmdi Arsenal - Fulham og í dag fylgist hann með Phil Dowd sem dæmir Chelsea - Manchester United.

„Við erum að reyna að viða að okkur visku og gæðum enskra dómara. Þetta er í stórum dráttum þannig að við fylgjum dómurunum eftir í einu og öllu í þeirra undirbúningi og svo eftir leik," sagði Kristinn í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í gær.

„Starfsumhverfið er allt annað en við höfum kynnst heima enda er atvinnumennska í gangi. Fjármunirnir á Englandi sem eru lagðir í þetta eru gríðarlegir og þess vegna er pressan kannski eins og hún er. Það er fáránleg pressa á þessum strákum og hvert fótmál þeirra er skoðað."

Talað hefur verið um að mikill gæðamunur sé á bestu og slökustu dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er svolítið til í því eins og hjá hverju einasta liði eru alltaf góðir og slakari leikmenn. Þeir hafa verið að nálgast hvorn annan töluvert og eru að reyna að vinna þetta eins og eitt lið. Það á að gera veikasta hlekkinn í keðjunni eins sterkan og hann á að vera. Það gerist bara með fagmennsku, Það verður samt alltaf þannig að einhverjir verða betri en hinir."

Kristinn fellur af lista milliríkjadómara um næstu áramót vegna aldurs og mun þá leggja flautuna á hilluna. Komandi sumar er því hans síðasta tímabil í dómgæslu hér á landi.

„Þá er minn tími kominn eins og sagt er. Þá er næsta skref að hjálpa ungum og efnilegum dómurum að verða betri," sagði Kristinn en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner