banner
   þri 19. janúar 2021 17:07
Aksentije Milisic
Byrjunarlið West Ham og WBA: Lanzini fær tækifæri í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign West Ham United og WBA.

Liðin eru á ólíkum stað í deildinni en gestirnir eru í bullandi fallbaráttu á meðan West Ham er í fínum málum í 9. sæti deildarinnar.

Bæði lið koma með sjálfstraust í leikinn en þau unnu sína leiki í síðustu umferð. West Ham vann heimasigur á Burnley á meðan WBA sótti góð þrjú stig gegn Wolves.

David Moyes, stjóri West Ham, stillir upp sókndjörfu liði í dag þar sem Michail Antonio er leiðir sóknarlínuna. Með honum eru þeir Manuel Lanzini, Said Benrahma og Jarrod Bowen. Lanzini hefur mikið verið á bekknum í vetur en hann fær að byrja í kvöld.

Sam Allardyce er aftur kominn með Sam Johnstone í markið. Callum Robinson leiðir þá áfram framlínuna með Matheus Pereira en hann skoraði tvennu gegn Úlfunum.

West Ham: Fabianski; Coufal, Dawson, Ogbonna, Cresswell; Soucek, Rice; Bowen, Benrahma, Lanzini; Antonio.

WBA: Johnstone; O'Shea, Ajayi, Bartley, Gibbs; Gallagher, Livermore; Sawyers, Pereira, Grosicki; Robinson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner