Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fram í viðræðum við Breiðablik um Aron Kára
Aron Kári í leik með Fram
Aron Kári í leik með Fram
Mynd: Raggi Óla
Fram er í viðræðum við Breiðablik um að fá Aron Kára Aðalsteinsson til félagsins. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Aron Kári, sem er 22 ára gamall, spilaði sex leiki með Frömurum í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð er liðið fór í gegnum deildina án þess að tapa og bætti stigamet á leið sinni upp í efstu deild.

Hann hefur síðustu tvö tímabil verið á láni hjá Fram frá Breiðabliki og spilað 19 leiki og skorað 1 mark í deild- og bikar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Fram nú í viðræðum við Breiðablik um að fá Aron Kára alfarið til félagsins. Framtíð hans ætti því að skýrast á næstu vikum.

Fram undirbýr sig af krafti fyrir komandi tímabil en fyrsti leikur liðsins er gegn KR á laugardag í Reykjavíkurmótinu.
Athugasemdir
banner
banner