Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heiðruðu minningu Calik í sigri á liði Birkis - Köstuðu rauðum rósum inn á völlinn
Ahmet Calik lést langt fyrir aldur fram
Ahmet Calik lést langt fyrir aldur fram
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Konyaspor heiðraði minningu Ahmet Calik, sem lést í bílslysi fyrir átta dögum síðan, eftir 1-0 sigurinn á Adana Demirspor í gær.

Calik, sem var 27 ára gamall, lést í bílslysi í Ankara þann 11. janúar, en hann hafði verið á mála hjá Konyaspor frá 2020.

Hann lék áður með Galatasaray og Genclerbirligi og átti þá átta landsleiki og eitt mark fyrir Tyrkland.

Amar Rahmanovic skoraði eina mark Konyaspor í sigrinum á Adana í gær en íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason lék allan leikinn í liði Adana.

Stuðningsmenn köstuðu rauðum rósum inn á völlinn til að heiðra minningu hans, dönsuðu og trölluðu á pöllunum. Leikmenn liðsins fögnuðu svo í leikslok með að lyfta treyju Calik á loft.




Athugasemdir
banner
banner