Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. janúar 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Newcastle vinnur að því að fá Lingard lánaðan
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: EPA
Newcastle vinnur að því að fá Jesse Lingard lánaðan frá Manchester United út tímabilið. Manchester Evening News greinir frá.

Samningur Lingard rennur út í sumar en hann hefur verið notaður sem varaskeifa á Old Trafford. United fékk 1,5 milljónir punda fyrir lánssamning við West Ham í janúar í fyrra.

Newcastle myndi borga laun Lingard að fullu en þessi 29 ára leikmaður er ekki í leikmannahópi United fyrir leik gegn Brentford í kvöld vegna ökklameiðsla.

Tottenham hefur áhuga á að semja við Lingard í sumar en United er ólíklegt að vilja láta hann til Spurs í janúar þar sem liðin eru bæði að berjast um fjórða sætið.

West Ham vildi fá Lingard alfarið í sumar en hann skoraði níu mörk í sextán leikjum þegar hann kom á láni í fyrra. West Ham er einnig í baráttunni um fjórða sætið.
Athugasemdir
banner
banner