Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. janúar 2023 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Daði frá út tímabilið - „Var að komast í sitt besta form"
Ekki meira með á tímabilinu.
Ekki meira með á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson mun ekki spila meira með Bolton á tímabilinu vegna meiðsla. Hann þarf að fara í aðgerð á ökkla og mun ekki snúa til baka fyrr en eftir að tímabilinu verður lokið.

Jón Daði þurfti að fara af velli þegar Bolton vann Portsmouth í C-deildinni. Selfyssingurinn lenti illa eftir að hafa farið í skallaeinvígi.

„Stundum eru þau meiðsli sem líta út fyrir að vera lítil þau verstu og okkar versti ótti hefur orðið að veruleika. Jón mun missa af því sem eftir er af tímabilinu. Hann þarf að fara í aðgerð vegna skaddaðra liðbanda í ökkla. Hann var að komast í sitt besta form. Hann hefur misst út á tímabilinu og það er miður. Við munum veita honum allan þann stuðning sem hann þarf og óskum honum skjóts bata."

„Það er ánægjulegt að vinna með Jóni og við munum halda honum í hópnum, halda honum einbeittum og jákvæðum og hlökkum til að taka á móti honum þegar hann verður klár,"
sagði Ian Evatt, stjóri Bolton.

Jón Daði er þrítugur sóknarmaður sem gekk í raðir Bolton fyrir ári síðan. Hann hefur skorað átta mörk í 27 leikjum á tímabilinu og var átta sinnum utan hóps fyrir áramót. Hann missti út vegna nefbrots en var, eins og Evatt sagði, að komast í sitt besta form, skoraði síðast gegn Portsmouth í bikarkeppni neðri deildar liða fyrir rúmri viku síðan.

Jón á að baki 64 landsleiki og var síðasta valinn í hópinn í mars í fyrra. Bolton er í 5. sæti C-deildarinnar og ætlar sér að komast upp í Championship. Samningur Jóns Daða rennur út í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner