Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var pirraður eftir tap liðsins gegn Everton í dag.
Þetta var sjöunda tap liðsins í síðustu tíu leikjum og liðið situr í 15. sæti.
Þetta var sjöunda tap liðsins í síðustu tíu leikjum og liðið situr í 15. sæti.
„Ange, þetta kunnuglegt stef, hvert er þitt mat á þessari frammistöðu?"Spurði fréttamaður BBC Postecoglou eftir leikinn.
„Kunnuglegt stef?" sagði Postecglou pirraður. „Hvað varðar töp," sagði fréttamaðurinn.
„Já, einmitt. Frábær byrjun á viðtali. Við áttum erfitt með að ná stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Ég gerði nokkrar breytingar á liðinu og leikmenn áttu erfitt með að sætta sig við það og Everton nýtti sér það. Leikmennirnir svöruðu í seinni hálfleik," sagði Postecoglou.
„Stuðningsmennirnir eru réttilega vonsviknir. Þeir standa við bakið á okkur og meirihlutinn skilur örugglega ástandið. Það eru margir leikmenn fjarverandi og það er að gera okkur erfitt fyrir."
Athugasemdir