Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 19. febrúar 2020 11:25
Magnús Már Einarsson
Miðasala á leikinn við Rúmeníu hefst eftir viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 fer fram í lok febrúar og byrjun mars á Tix.is.

Þrír miðasölugluggar verða í boði. Fyrsti glugginn er fyrir kaupendur ársmiða og hefst hún miðvikudaginn 26. febrúar kl. 12:00. Föstudaginn 28. febrúar geta kaupendur haustmiða keypt miða og hefst sú miðasala kl. 12:00. Mánudaginn 2. mars hefst svo opin sala á miðum á leikinn kl. 12:00.

Nánari upplýsingar um miðasölu til árs- og haustmiðakaupenda verða sendar beint til þeirra kaupenda frá miðasölukerfi Tix.is.

Mest er hægt að kaupa 4 miða.

Þrjú miðaverð verða í boði:
3500 krónur
5500 krónur
7500 krónur

50% afsláttur verður í boði fyrir 16 ára og yngri.

Leikurinn fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner