Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. febrúar 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Pogba í skoðun hjá læknum Man Utd
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, mun hitta lækna félagsins í lok vikunnar og þar verður staðan á honum skoðuð nákvæmlega.

Pogba er enn að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla.

Möguleiki er á að Pogba geti farið að æfa á fullu í lok mánaðarins og samkvæmt The Sun gæti hann snúið aftur í grannaslag gegn Manchester City þann 8. mars.

Pogba spilaði aðeins fimm leiki á tímabilinu áður en hann meiddist í 1-1 jaftnefli gegn Arsenal í september. Hann kom svo af bekknum í tveimur leikjum í desember en hefur ekki komið meira við sögu vegna ökklameiðsla.

Stöðug umræða hefur verið um framtíð Pogba og margir sem telja að hann muni jafnvel ekki spila aftur fyrir United.

Sagt er að hann vilji fara annað og samskiptin milli umboðsmanns hans, Mino Raiola, og félagsins hafa ekki verið góð síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner