Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 19. febrúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Emery ekki hrifinn af uppátæki Martínez
Mynd: Getty Images
Aston Villa tapaði fyrir Arsenal í gær, 4-2, er liðin mættust á Villa Park en í uppbótartíma gerði Emiliano Martínez, markvörður Villa, svolítið sem fór ekki vel í stjórann.

Arsenal komst yfir í uppbótartíma með smá heppni en Jorginho reyndi skot fyrir utan sem fór í slá, í bakið á Martínez og í netið.

Argentínumaðurinn óheppinn en hann vildi bæta upp fyrir það þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og hljóp fram þegar Villa fékk hornspyrnu.

Það gekk ekki upp og í staðinn tókst Arsenal að vinna boltann, sækja hratt áður en Gabriel Martinelli setti boltann í autt markið. Unai Emery, stjóri Villa, var ekki hrifinn af þessu uppátæki Martínez.

„Uppleggið okkar er auðvitað að sýna gæði og þeir verða að taka ákvarðanirnar. Hann ákvað í síðustu sókninni að fara inn í teig í hornspyrnunni en ég er ekki hrifinn af því. Ég sagði ekkert við hann, hvorki fyrir eða eftir þetta. Aldrei á mínum ferli hef ég sagt við markverðina að gera þetta og tölfræðin fer algjörlega gegn liðum sem fara fram með markverðina frekar en að það komi mark upp úr uppátækinu,“ sagði Emery við talkSPORT.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner