Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. febrúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gagnrýnir kaup Chelsea - „Ég hef aldrei séð annað eins"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports, skilur ekkert í leikmannakaupum Chelsea og segir frammistöðuna svolítið eftir því en hann ræddi þetta eftir 1-0 tap liðsins gegn Southampton í gær.

Chelsea hefur ekki unnið úrvalsdeildarleik í síðustu fjórum leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, tíu stigum frá fjórða sætinu.

Þrátt fyrir að félagið hafi eytt um 600 milljónum punda frá síðasta sumri virðist ekkert ganga upp.

Merson sá aðeins eitt lið á Stamford Bridge í gær og ekki var það Chelsea.

„Southampton var frábært í fyrri hálfleik. Liðið lokaði vel á Chelsea og var betra liðið í leiknum og með mun meiri orku, vissi nákvæmlega hvað það var að gera og svo kom gott mark. Í seinni hálfleik þá kom Sterling inná og þetta var annar leikur. Hann var tilbúinn til þess að taka hlaupin og átti tvö góð skot en Southampton náði í bæði skiptin að bjarga á línu.“

„Southampton lagði svo mikið á sig. Þegar Perraud bjargaði á línu var eins og hann hefði skorað. Þeir voru að knúsast og það var þessi samheldni í liðinu. Allir að knúsa þjálfarann eftir leik og þetta var bara fyllilega verðskuldað.“

„Annað er lið en hitt er bara fullt af einstaklingum. Ég hef aldrei séð annað eins. Leikmennirnir sem voru keyptir, fyrir utan kannski Fernandez því hann magnaður varnarsinnaður miðjumaður, en annars eru þetta allt bara einstaklingar í liðinu.“

„Þeir fá allir boltann og vilja fara framhjá fimm eða sex leikmönnum. Það er ekkert flæði í spilinu. Það var ekki fyrr en Havertz og Sterling komu inná þar sem maður sá einhverja hreyfingu. Mount er alltaf étinn því hann sendir boltann á meðan hinir eru að rekja hann. þannig það eru engin þrep í leiknum. Ég var rosalega vonsvikinn og þetta var mjög slakt.“

„Ég get ekki séð það að þessu linni. Ég er hræddur um að félagið hafi keypt svakalega mikið af einspilurum. Ég held að Graham Potter þurfi að svara fyrir ýmislegt á næstunni.“

„Stuðningsmenn Chelsea verða brjálaðir yfir þessu og eiga ekki eftir að taka vel í þetta. Southampton komið með nýjan stjóra þannig það hjálpaði þeim en þeir hafa engar áhyggjur af því. Ef þér tekst ekki að vinna Southampton heima þá hlýtur markvörðurinn að vera besti leikmaður vallarins en það var alls ekki þannig,“
sagði Merson.
Athugasemdir
banner
banner
banner