Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2023 00:18
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola óskaði Forest til hamingju með stigið
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum mjög vel. Í fyrri og seinni hálfleik en á síðustu fimm eða tíu mínútunum vorum við hræddir við löngu boltana þannig við gátum ekki stjórnað þeim en við þurfum að skora. Við gerðum það ekki í dag og gerðum því jafntefli,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City eftir 1-1 jafnteflið gegn Nottingham Forest í dag.

Man City komst yfir með marki Bernardo Silva undir lok fyrri hálfleiks en gat ekki bætt við fleiri mörkum. Undir lok leiksins jafnaði Nottingham Forest metin og tryggði sér stig.

Þetta er mikið högg fyrir Man City að loka ekki leik eins og þessum en Arsenal vann á meðan Aston Villa og eru nú tvö stig á milli liðanna og Arsenal á leik inni.

„Í stöðunni 1-0 getur Forest jafnað en á þessum tímapunkti áttum við að vera 4-0 eða 5-0 yfir. Við þurfum að greina úrslitin og frammistöðuna. Leikurinn endaði 1-1 og bara til hamingju með stigið.“

„Við vorum fullkomnir og spiluðum vel á öllum sviðum en skoruðum ekki mark. Þetta gerist en við vorum betri en Arsenal og unnum þar og í dag gerðum við jafntefli. Svona er fótboltinn. Við vitum að úrvalsdeildin er erfið og við spiluðum gegn toppliði Arsenal með öll þessi gæði en það eru margir leikir eftir,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner