Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. febrúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að Alexander Helgi verði með í sumar - „Fellur vel inn í það sem við erum að gera"
Alexander Helgi Sigurðarson
Alexander Helgi Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vonar innilega að Alexander Helgi Sigurðarson verði með liðinu í sumar en hann hefur síðustu tvö ár verið í námi í Svíþjóð.

Greint var frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net að Alexander væri að æfa með Blikum og að hann hafi ákveðið að taka sér hlé frá námi og ætli sér að spila með Íslandsmeisturunum í sumar.

Alexander spilaði síðast með Blikum árið 2021 en hélt síðan til Svíþjóðar í nám. Hann var á láni hjá sænska C-deildarliðinu Vasalunds IF.

Óskar Hrafn ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn á FH í Lengjubikarnum á dögunum og sagðist þar vonast til þess að fá Alexander Helga heim en það er ekki svo einfalt.

„Ég veit það ekki en ég vona það. Það þarf margt að ganga upp því hann er í námi úti í Svíþjóð og hann er skuldbundinn því námi sem við styðjum hann í og vonum að hann kann vel við og finnst gaman í en Alexander Helgi er frábær leikmaður og var meiriháttar góður 2021 og fellur vel inn í það sem við erum að gera. Frábær persóna og einstakur maður að öllu leyti. Auðvitað væri gaman að fá hann en það þarf margt að ganga upp til að það verði,“ sagði Óskar en hann vildi segja sem minnst um tímarammann á frekari fréttum af hans málum.

„Ég held að það sé best að segja sem minnst. Það verður að hafa sinn gang hvenær það kemur í ljós og hvort það gerist en alla vega ekkert sem ég veit um,“ sagði Óskar við Fótbolta.net í lokin.
Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner