Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. mars 2020 14:08
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn bjóðast til að gefa eftir launagreiðslur
Mynd: Getty Images
Leikmenn Borussia Mönchengladbach hafa boðist til að gefa eftir laun sín vegna kórónaveirufaraldursins.

Þýska deildin hefur sagt að faraldurinn geti haft áhrif á þúsundir starfsmanna í boltanum.

Búið er að fresta þýska boltanum til 2. apríl að minnsta kosti.

Leikmennir segjast tilbúnir að gefa eftir laun sín ef það hjálpar félaginu og starfsmönnum þess.

Um 56 þúsund manns vinna í fótboltanum í Þýskalandi.

Margir stuðningsmenn hafa sleppt því að fara fram á endurgreiðslu á miðum á leiki sem hefur verið frestað til að aðstoða félögin.
Athugasemdir
banner
banner
banner