Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. mars 2021 10:25
Elvar Geir Magnússon
Fimm sem gætu tekið við Tottenham ef Mourinho verður rekinn
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-0 tap í Zagreb en enska liðið hafði unnið fyrri leikinn 2-0.

Tottenham hefur fengið algjöra útreið í fjölmiðlum og talað um að liðið hafi náð ákveðnum lágpunkti. Einhverjir kalla eftir því að Mourinho verði látinn taka pokann sinn.

Mirror nefnir fimm stjóra sem gætu komið til greina ef Mourinho verður rekinn.

Julian Nagelsmann, hinn umtalaði ungi stjóri, er fyrst nefndur. Þjóðverjinn heldur um stjórnartaumana hjá RB Leipzig og talið er tímaspursmál hvenær hann mæti í ensku úrvalsdeildina.

Tveir stjórar sem nú starfa í ensku deildinni eru einnig nefndir. Brendan Rodgers hjá Leicester og Ralph Hasenhuttl hjá Southampton.

Massimiliano Allegri vann fjölda titla með Juventus og AC Milan en hefur ekki þjálfað utan Ítalíu. Hann viðurkenndi í viðtali í fyrra að hann væri að læra ensku.

Að lokum er Rafa Benítez nefndur en hann er án starfs. Hann er kannski ekki nafnið sem fær stuðningsmenn Tottenham til að rísa úr sætum en gæti verið góður kostur í að rétta skipið af.
Athugasemdir
banner
banner