Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 19. mars 2023 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland mætir Nýja Sjálandi og Sviss í apríl
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Íslenska kvennalandsliðið mætir Nýja Sjálandi í vináttuleik þann 7. apríl en leikurinn fer fram í Antalya í Tyrklandi.


Leikurinn fer fram á Mardan Sports Complex vellinum í og hefst kl. 13 að íslenskum tíma.

Þetta er fyrri leikurinn af tveimur í apríl en fjórum dögum síðar heldur liðið til Sviss og mætir heimakonum á Stadion Letzigrund í Zurich. Sá leikur hefst kl 17 að íslenskum tíma.

Landsliðshópurinn sem heldur í þetta verkefni verður kynntur næsta föstudag þann 24. mars.


Athugasemdir
banner
banner