Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 19. mars 2023 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Þór/KA í undanúrslit eftir stórsigur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Þór/KA 7 - 2 Selfoss
0-1 Katla María Þórðardóttir ('18 )
1-1 Tahnai Lauren Annis ('42 )
2-1 Sandra María Jessen ('51 , Mark úr víti)
3-1 Sandra María Jessen ('69 )
4-1 Agnes Birta Stefánsdóttir ('75 )
5-1 Emelía Ósk Kruger ('75 )
6-1 Ásta Sól Stefánsdóttir ('77 , Sjálfsmark)
7-1 Sandra María Jessen ('86 )
7-2 Katrín Ágústsdóttir ('90 )


Selfoss komst yfir í Boganum eftir tæplega 20 mínútna leik þegar Katla María Þórðardóttir eftir hornspyrnu. Tahnai Annis jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

Staðan var 1-1 í hálfleik en mörkunum rigndi inn í þeim síðari.

Staðan var orðin 3-1 fyrir Þór/KA eftir 70 mínútna leik þar sem Sandra María Jessen hafði skorað tvö mörk. Norðankonur bættu þremur mörkum til viðbótar á tveggja mínútna kafla áður en Sandra skoraði sitt þriðja mark og sjöunda mark Þór/KA.

Katrín Ágústsdóttir klóraði í bakkann fyrir Selfoss í uppbótartíma en nær komust þær ekki.

Þór/KA endar því í 2. sæti riðilsins og fer í undanúrslit þar sem liðið mætir Breiðablik á Kópavogsvelli næstkomandi fimmtudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner