Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 11:20
Aksentije Milisic
Varið þrjár vítaspyrnur en allar verið endurteknar - „Hvíla álög á honum”
Silvestri.
Silvestri.
Mynd: Getty Images

Udinese vann frábæran 3-1 sigur á AC Milan í gær í Serie A deildinni á Ítalíu en sigurinn var kærkominn fyrir Udinese. Liðið byrjaði tímabilið frábærlega en það entist ekki lengi.


Marco Silvestri, markvörður Udinese, varði vítaspyrnu frá Zlatan Ibrahimovic í gær en því miður fyrir markvörðinn þá þurfti að endurtaka spyrnuna vegna þess að leikmaður Udinese var kominn inn í teiginn áður en Zlatan sparkaði í boltann. Sá sænski tók spyrnuna því aftur og skoraði.

Silvestri hefur ekki náð að verja vítaspyrnu í Serie A deildinni á ferli sínum. Þetta hefði verið fyrsta vítaspyrnu varslan hans en allt kom fyrir ekki.

Það sem er ótrúlegt við þetta er að þetta var í þriðja skiptið á síðustu tólf mánuðum sem Silvestri ver vítaspyrnu sem þarf að endurtaka vegna þess að samherji hans er mættur of snemma í vítateiginn.

Ótrúlegt staðreynd en ítalskir fjölmiðlar skrifa um það að álög hvíli á ítalska markverðinum. Hann lék með Leeds United á árunum 2014-2017 en hefur annars allan sinn feril spilað í heimalandinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner