Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mið 19. mars 2025 07:55
Elvar Geir Magnússon
Ekki á áætlun Arons að spila á Íslandi í sumar
Icelandair
Aron í leik með Þórsurum í fyrra.
Aron í leik með Þórsurum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fór yfir málin í viðtali við Fótbolta.net í gær og þar ræddi hann meðal annars um sína framtíð. Það er ekki útlit fyrir að hann spili í íslenska boltanum á komandi tímabili.

Aron, sem er 35 ára, er hjá Al-Gharafa í Katar en er ekki skráður í leikmannahóp liðsins í katörsku deildinni, vegna útlendingakvóta, en hefur spilað með liðinu í Meistaradeild Asíu. Hann vonast eftir því að fá áframhaldandi samning úti og er ekki á áætlun hans að spila á Íslandi í sumar.

„Við sjáum hvernig staðan þróast. Ég skynja að það sé verið að breyta reglum í Katar og fjölga erlendum leikmönnum. Leiðinlega staðan núna er að geta ekki spilað í deildinni vegna útlendingakvóta en spila í Meistaradeild Asíu. Þeir ætla vonandi að breyta reglunum því það eykur mína möguleika. Ég stefni á að vera áfram úti, ég ætla ekki heim í sumar," segir Aron.

Aron setur stefnuna á að spila með íslenska landsliðinu í undankeppni HM sem hefst í haust og gerir sér grein fyrir því að þá þurfi hann að spila í sem hæsta styrkleika. Hann lék með uppeldisfélagi sínu Þór í fyrra en áætlun hans er ekki að spila fyrir félagið á komandi tímabili.

„Eins og staðan er í dag er það ekki planið. Það getur breyst eins og allt annað," segir Aron og þakkar Þór fyrir að hafa komið ferli sínum aftur í gang síðasta sumar.
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner