Willian Estevao gengur til liðs við Chelsea í sumar en hann er talinn vera einn af efnilegustu fótboltamönnum heims um þessar mundir.
Hann er hægri kantmaður að upplagi, lágvaxinn og örvfættur svo honum er oft líkt við Lionel Messi. Hann er lykilmaður í liði Palmeiras í brasilísku deildinni og er með fjóra A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu þrátt fyrir að vera ennþá 17 ára gamall.
Stærstu félög Evrópu höfðu áhuga á Estevao en hann valdi að lokum Chelsea.
„Chelsea var eina félagið sem sá Estevao sem tíu, leikmann sem getur spilað framarlega á miðjunni," segir Andre Cury, umboðsmaður Estevao, við Globo Esporte.
„Við viljum líka sjá Estevao spila í holunni. Þetta gæti verið rangt hjá okkur, en hjá Chelsea fáum við allavega tækifæri til þess. Þetta hafði mikil áhrif á lokaákvörðun leikmannsins."
Athugasemdir