Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
banner
   mið 19. mars 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Guðjóns framlengir við Víking (Staðfest) - „Eykur það enn frekar mikilvægi hans fyrir Víking"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víkingur
Víkingur tilkynnti í dag að Helgi Guðjónsson væri búinn að framlengja samning sinn við Víking um þrjú ár og er nú samningsbundinn út árið 2028. Fyrri samningur hefði runnið út eftir komandi tímabil.

Helgi er Borgfirðingur sem uppalinn er hjá Skallagrím og Fram og hafa Framarar reynt að fá hann aftur í sínar raðir síðasta hálfa árið en Víkingur hefur ekki viljað selja sinn mann.

Helgi er sóknarmaður sem kom frá Fram eftir tímabilið 2020 og hefur unnið fimm titla með Víkingi. Hann var í byrjunarliði liðsins í umspilsleikjunum gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í síðasta mánuði.

Úr tilkynningu Víkings
Helgi er gríðarlaga fjölhæfur leikmaður fæddur árið 1999 og kom til félagsins frá Fram árið 2020. Helgi hefur því orðið 2 sinnum Íslandsmeistari með Víking og 3 sinnum Mjólkurbikarmeistari. Hann hefur síðan leikið 214 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 69 mörk. Helgi á 26 Evrópuleiki fyrir Víking og hefur skorað í þeim 3 mörk. Helgi hefur einnig leikið 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim 7 mörk.

„Það er mikil ánægja með að Helgi sé búinn að framlengja við okkur. Hann hefur verið í lykilhlutverki frá því að okkar velgengni byrjaði. Helgi kemur að rúmlega 20 mörkum ár hvert og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að það haldi áfram næstu 4 ár hið minnsta. Svo hefur hann líka sýnt það að hann getur leyst fleiri stöður heldur en fremst á vellinum og eykur það enn frekar mikilvægi hans fyrir Víking," segir Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála.
Athugasemdir
banner
banner
banner