Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   mán 10. mars 2025 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram reyndi aftur að fá Helga Guðjóns frá Víkingi
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Fram reyndi síðasta sumar að kaupa Helga Guðjónsson frá Víkingi. Það gekk ekki upp, Víkingur hafnaði tilboðinu. Víkingur var á þeim tíma að reyna fá Brasilíumanninn Fred frá Fram.

Þar með lauk hins vegar ekki áhuga Framara á Helga því félagið reyndi samkvæmt heimildum Fótbolta.net aftur að kaupa Helga í vetur. Frá þessu var greint í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Helgi er fæddur árið 1999 og kom í Víking frá Fram eftir tímabilið 2019. Hann er uppalinn hjá Skallagrími og Fram, en hann kom í Fram á 13. aldursári. Hann hefur ófáum sinnum komið inn á fyrir Víking og skorað mikilvæg mörk. Í 320 meistaraflokksleikjum hefur Helgi skorað 110 mörk.

„Ég skil það, en gleymdu því," sagði Tómas Þór í þættinum en hann er stuðningsmaður Víkings.

„Helgi hlýtur að gera sér vonir um meiri spiltíma hjá Víkingi með komu Sölva, hann byrjaði báða leikina á móti Panathinaikos og stóð sig fantavel," sagði Elvar Geir.

„Það var samt í hlutverki (vængbakverði) sem verður ekkert endilega í boði í sumar. Víkingur fer inn í alla leiki í sumar og vill telja sig vera betra aðilinn í öllum leikjunum, þannig ég veit ekki hversu oft verður spilað með fimm manna varnarlínu. En það verður nóg af spiltíma með Evrópu og öllu. Það má ekki gleyma því að það er kantmaður farinn (Danijel Djuric) og ég veit ekki hversu lengi það á að halda mér í þessari andlegu spennutreyju með Ara Sigurpálsson, umræða án tilboða. Helgi fær nóg að spila, skil hann að vilja gera frekara tilkall til fleiri byrjunarliðsleikja, en hann verður aldrei seldur. Aldrei fyrir þetta tímabil," sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - 28 dagar í Bestu og enska hringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner