Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mið 19. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa um óvænta hetju Valsara - „Þá gerast góðir hlutir og þú færð þetta til baka"
Mynd: Valur
Það var óvænt hetja í sigri Vals gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins þegar liðin mættust á Hlíðarenda í gær.

Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals, fékk að líta rauða spjaldið eftir rúmlega hálftíma leik og Stefán Þór Ágústsson kom inn á fyrir hann.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

Stefán er fæddur árið 2001 og gekk til liðs við Val síðasta vetur frá Selfossi, þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 130 leiki í meistaraflokki. Hann kom við sögu í einum leik í Bestu deildinni í fyrra.

Stefán gerði sér lítið fyrir og varði eina vítaspyrnu í venjulegum leiktíma og tvær í vítaspyrnukeppninni. Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, var spurður út í Stefán eftir leikinn.

„Stefán er búinn að vera á mikilli uppleið í vetur. Strákur sem leggur hart á sig, er heiðarlegur og duglegur. Yfirleitt þegar þú leggur svona vinnu í þetta eiins og hann er búinn að gera þá gerast góðir hlutir og þú færð þetta til baka," sagði Túfa.
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Athugasemdir
banner
banner
banner