Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso: Einstakt að vinna titilinn en tímabilinu er ekki lokið
Mynd: Getty Images

Lífið er ljúft í Leverkusen þessa dagana en liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um síðustu helgi og tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.


Xabi Alonso ræddi við TNT Sport eftir jafntefli gegn West Ham í gær en liðið vann fyrri leikinn í Leverkusen og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

„Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði erfitt. Þetta var einstakt á sunnudaginn, þetta var stórt fyrir félagið og stuðningsmenn. Þeir hafa beðið eftir þessu lengi, þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins," sagði Alonso.

„Tímabilinu er ekki lokið, vonandi eigum við nokkra leiki eftir í Evrópudeildinni."


Athugasemdir
banner