Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar: Það kemur að því að ég mæti í Þór og hjálpi til
'Einbeitingin verður þar þegar ég fer í Þór'
'Einbeitingin verður þar þegar ég fer í Þór'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Þór Gunnarsson er orðinn handboltaþjálfari. Hann lék í rúman áratug sem atvinnumaður í Þýskalandi og lék 120 landsleiki.
Arnór Þór Gunnarsson er orðinn handboltaþjálfari. Hann lék í rúman áratug sem atvinnumaður í Þýskalandi og lék 120 landsleiki.
Mynd: tom
Þótti mjög frambærilegur handboltamaður.
Þótti mjög frambærilegur handboltamaður.
Mynd: Twitter
Aron í leik með Þór áður en hann hélt út í atvinnumennsku.
Aron í leik með Þór áður en hann hélt út í atvinnumennsku.
Mynd: Pedromyndir
 Ég er að vonast eftir að ná einu ári í viðbót hérna í Katar
Ég er að vonast eftir að ná einu ári í viðbót hérna í Katar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson var í enn eitt skiptið orðaður við Þór í Innkastinu á dögunum. Aron er uppalinn hjá Þór og lék með Þór allt þar til hann samdi við AZ Alkmaar í Hollandi á sínum tíma. Landsliðsfyrirliðinn verður 35 ára á mánudaginn og einn daginn mun koma að því að skórnir fari upp í hillu.

Hann ræddi við Fótbolta.net og var spurður hvað tæki við eftir að tímabilinu hjá Al Arabi lýkur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ekkert er í hendi. Þetta er annar hluti af viðtalinu við Aron. Fyrsta hlutann má nálgast hér að neðan.

Vonast eftir ári í viðbót í Katar
„Framhaldið verður bara að koma í ljós. Samningurinn er búinn eftir tímabilið, ég kem heim til Íslands í lok maí og verð þá vonandi í nógu góðu standi til að taka þátt í landsleikjunum gegn Hollandi og Englandi. Svo bara verður tíminn að leiða hitt í ljós. Ég er að vonast eftir að ná einu ári í viðbót hérna í Katar, hvort það sé hjá Al Arabi eða einhverju öðru liði. Það skýrist ekkert fyrr en bara í júní og júlí."

„Við fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir hérna, okkur langar í eitt ár í viðbót. Mig langar að enda ferilinn minn í Katar á betri nótum en á þessu ári. Mér finnst eins og ég hafi ekki skilað nóg af mér til liðsins á þessu síðasta ári á samningnum. Það er eina hugsunin hjá mér núna."


Spilar Aron með Þór seinni hluta tímabilsins?
„Ég hef séð ykkur tala um Þór og mig þangað. Auðvitað er það pæling líka. Þórsarar vita alveg mína stöðu, er búinn að tala reglulega við þá. Þeir vita alveg hvað er í gangi. Enda ég þar í sumar ef ég fæ ekki samning hér? Ég veit það ekki. Það gæti alveg gerst, en ég reikna ekki með því. Fókusinn er eins og er hérna úti og á að fá annað ár hér. Það er svolítið mikið óljóst eins og staðan er í dag."

Langar þig að koma til Íslands og spila þá með Þór í efstu deild?

„Það yrði náttúrulega bónus. En hugmyndin hjá mér er að enda ferilinn með Þór, hvort sem það sé í Bestu eða næstefstu deild. Það yrði enginn 'dealbreaker' þó Þórsararnir yrðu í 2. deild. Það er mikið af góðum hlutum að gerast í Þór og spennandi tímar framundan. Það að ég komi heim skiptir ekkert öllu máli upp á planið þeirra. Þeir eru að reyna byggja upp lið. Auðvitað væri ég til í að hjálpa við það og það kemur náttúrulega að því. En einbeitingin er ekki þar núna. Einbeitingin verður þar þegar ég fer í Þór."
   20.01.2019 10:20
Aron Einar tók handboltaskóna með - Vantar í hóp?

Það verður margt að gerast áður en það verður raunin
Aron var mjög frambærilegur handboltamaður áður en hann valdi fótboltann. Hann hefur talað um að hann langi til að prófa sig aftur þar. Er einhver hugsun í dag að prófa sig aftur í handboltanum áður en íþróttaferlinum lýkur?

„Það var villtur draumur. Ég veit ekki hvort að skrokkurinn leyfi það. Ég ber það mikla virðingu fyrir handboltamönnum að ég veit að ég er ekkert að fara hoppa í þá íþrótt eftir að hafa verið í fótbolta í 17 ár. Það verður margt að gerast áður en það verður raunin, ég held ég sé orðinn of gamall til að breyta yfir og komast inn í handboltann. Þetta er allt annað sport, allt önnur fýsík. Auðvitað væri gaman að sprikla, aldrei að segja aldrei, maður veit ekki hvað manni dettur í hug þegar maður hættir í fótboltanum."

„Ef ég fer í handboltann þá fæ ég nokkur ráð frá honum"
Bróðir Arons, Arnór Þór sem tók við sem aðalþjálfari Bergischer í Þýskalandi í vikunni, var í viðtali við Morgunblaðið í vetur og sagði: „Ef Aron ætl­ar að snúa sér aft­ur að hand­bolt­an­um þarf hann að vera tals­vert dug­legri í lyft­inga­saln­um en hann er í dag."

Er þetta rétt hjá Arnóri?

„Eins og ég sagði áðan, þetta er það sem skilur á milli handbolta og fótbolta. Handboltamenn eru líkamlega miklu sterkari, sérstaklega efri hluti líkamans. Þú þarft að vera með styrk þar í handboltanum, en þarft það ekki eins mikið í fótboltanum. Þetta er góður punktur hjá honum, enda hefur hann gengið í gengum ýmislegt og veit hvað þarf að gerast til þess að halda sér í efstu deild í Þýskalandi. Það er ágætt að hlusta á hann. Ef ég fer í handboltann þá fæ ég nokkur ráð frá honum"

Hafið þið átt samtal um það að snúa aftur í Þór á sama tíma?

„Nei, ekki beint um það, en við höfum alveg rætt um að búa heima á sama tíma í framtíðinni. Við höfum búið í sitthvoru landinu í 17 ár. Ég fann það mjög sterkt þegar við lentum í fjölskyldumissi fyrir nokkrum mánuðum að fólkið manns er heima og manni líður eins og maður sé svolítið langt í burtu. Við áttum samtal varðandi það. Við höfum ekkert rætt um að hann verði þjálfari hjá Þór þegar ég er enn að spila eða neitt þannig."

„Það er mikið Þórshjarta í þessari fjölskyldu og við munum gefa eitthvað til baka, hvenær sem það verður, það er alveg klárt mál."

Athugasemdir
banner
banner
banner